Fréttir

true

Guðrún kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins

Nú rétt í þessu var tilkynnt um úrslit í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins, en 2200 manna landsfundi lýkur senn í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Svo mjótt var á munum í kosningunni að endurtelja varð atkvæðin. Þrjú voru í framboði; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir og Snorri Ásmundsson. Niðurstaðan varð sú að Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum, hreppti…Lesa meira

true

Suðvestan hvassviðri samhliða hárri sjávarstöðu boðar sjaldan gott

Frá því á föstudag hefur verið hvöss suðvestanátt við suðvesturströndina samhliða hárri sjávarstöðu. Slíkt boðar einmitt vandræði. Landhelgisgæslan og fleiri stofnanir vöruðu við því á föstudag að fólk skyldi huga að festingum báta í höfnum og almennt vera á varðbergi þar sem hús og önnur mannvirki eru nærri sjó. Þær viðvaranir áttu vissulega rétt á…Lesa meira

true

Varað við veðri í dag og til fyrramáls

Vegna hvassviðris og ofankomu hefur gul viðvörun tekið gildi við Breiðafjörð og nú á hádegi bætist Faxaflóasvæðið við. Framan af degi verður suðvestan 15-23 m/s og dimm él á báðum þessum spásvæðum með lélegu skyggni. Færð getur spillst, einkum á fjallvegum. Varasamt ferðaveður. Seint í kvöld bætir svo í vind og er spáð vestan 18-25…Lesa meira

true

Styrkjum úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs

Í gær fór fram úthlutun úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs og var þetta fjórða úthlutunin. Viðburðurinn var að þessu sinni haldinn á vinnustofu Guðrúnar Jóhannsdóttur á Stóra Múla. Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir bæði samfélagseflandi verkefni og nýsköpun í Dalabyggð. Til úthlutunar voru 19.250.000 krónur og fengu 30 verkefni styrk. „Það er gífurlega ánægjulegt að sjá hve mikil gróska…Lesa meira

true

Stefnt að rekstri líkamsræktarstöðvar í bragganum á Jaðarsbökkum

Akraneskaupstaður hefur óskað eftir tilboðum í leigu á bragganum við Jaðarsbakka, þar sem stefnt er að rekstri öflugrar líkamsræktarstöðvar. Um er að ræða um tvö þúsund fermetra íþróttahús sem losnar haustið 2025, þegar núverandi starfsemi flyst í nýtt íþróttahús á svæðinu. Fram kemur á vef Akraneskaupstaðar að mikil eftirspurn sé eftir veglegri líkamsræktaraðstöðu á Akranesi…Lesa meira

true

Felldu kjarasamning og leita skýringa hjá félagsmönnum

Ljóst var á mánudaginn að meirihluti félaga í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna felldi naumlega í atkvæðagreiðslu nýgerðan samning við Sambands íslenskra sveitarfélaga. 52,65% voru honum mótfallnir, 44,9% samþykktu samninginn en sex greiddu ekki atkvæði, eða 2,45%. Fram kemur á heimasíðu félagsins, lsos.is, að við undirritun samningsins taldi samninganefnd LSS sig vera að leggja fram samning…Lesa meira

true

„Baneitraður andskoti!“

Smábátasjómenn harðneita hugmyndum um að hella vítissóda í Hvalfjörð Á fundi Sæljóns, félags smábátaeigenda á Akranesi í gær, var samþykkt ályktun vegna fyrirhugaðra tilrauna með að hella vítissóda í Hvalfjörð í tilraunaskyni. „Lýsir Sæljón undrun sinni og mótmælir harðlega hugmyndum um að gefa leyfi fyrir því að setja tugi tonna að vítissóda beint í lífríki…Lesa meira

true

Kristófer Már hetja Skagamanna í æsispennandi leik

ÍA og Hamar tókust á í toppbaráttu 1. deildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram fyrir fullu húsi í íþróttahúsinu við Vesturgötu en alls mættu yfir fimm hundruð manns. Fyrir leik hafði ÍA, með tíu sigurleikjum í röð, komið sér þægilega fyrir í toppsæti deildarinnar á meðan Hamarsmenn höfðu hikstað í síðustu…Lesa meira

true

Áform um vindorkuver á Þorvaldsstöðum komin í skipulagsgátt

Zephyr Iceland hefur lagt fram til Skipulagsstofnunar matsáætlun vegna umhverfismats fyrir vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu, Borgarbyggð. Matsáætlunin er nú aðgengileg á skipulagsgátt. Þar eiga allir að geta kynnt sér ætlunina en hægt er að veita umsögn til og með 26. mars nk. Fram kemur í kynningu um verkefnið að Zephyr áformar að reisa vindorkuver…Lesa meira

true

Hvasst á Snæfellsnesi fram á daginn

Í dag verður sunnan 15-23 m/s og rigning eða slydda um landið, hvassast vestan til. Gul viðvörun er í gildi við Breiðafjörð til klukkan 15 í dag og eins og sést á þessu skjáskoti af gottvedur.is er hvassast þar sem vindur stendur af fjöllum á Snæfellsnesi. Síðdegis gengur svo niður í suðvestan 10-18 m/sek og…Lesa meira