
Svipmynd af æfingu slökkviliðsmanna á Snæfellsnesi 2023. Ljósm. úr safni/tfk
Felldu kjarasamning og leita skýringa hjá félagsmönnum
Ljóst var á mánudaginn að meirihluti félaga í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna felldi naumlega í atkvæðagreiðslu nýgerðan samning við Sambands íslenskra sveitarfélaga. 52,65% voru honum mótfallnir, 44,9% samþykktu samninginn en sex greiddu ekki atkvæði, eða 2,45%.