Fréttir

Varað við veðri í dag og til fyrramáls

Vegna hvassviðris og ofankomu hefur gul viðvörun tekið gildi við Breiðafjörð og nú á hádegi bætist Faxaflóasvæðið við. Framan af degi verður suðvestan 15-23 m/s og dimm él á báðum þessum spásvæðum með lélegu skyggni. Færð getur spillst, einkum á fjallvegum. Varasamt ferðaveður. Seint í kvöld bætir svo í vind og er spáð vestan 18-25 m/s og mjög snörpum vindhviðum. Einnig má búast við éljum með lélegu skyggni og versnandi færð. Ekkert ferðaveður.

Varað við veðri í dag og til fyrramáls - Skessuhorn