Fréttir
Við Hólmavatn á Hallkelsstaðahálsi í landi Þorvaldsstaða í Hvítársíðu. Ljósm. fos.is

Áform um vindorkuver á Þorvaldsstöðum komin í skipulagsgátt

Zephyr Iceland hefur lagt fram til Skipulagsstofnunar matsáætlun vegna umhverfismats fyrir vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu, Borgarbyggð. Matsáætlunin er nú aðgengileg á skipulagsgátt. Þar eiga allir að geta kynnt sér ætlunina en hægt er að veita umsögn til og með 26. mars nk. Fram kemur í kynningu um verkefnið að Zephyr áformar að reisa vindorkuver með 50-70 MW heildarafli og mögulega yrði verkefnið byggt upp í áföngum. Gert er ráð fyrir að fjöldi vindmylla verði 11-14 og að afl hverrar þeirra verði 5-7 MW. Miðað við um 50 MW afl verður árleg raforkuframleiðsla vindorkuversins um 180-190 GWst. Líklegast er að höfnin við Grundartanga verði nýtt fyrir uppskipun á vindmyllum til landsins. Þá kemur fram að styrkja yrði þá vegi sem fara þarf um með aðföng í vindmylluverið, svo sem Hvítársíðuveg.

Áform um vindorkuver á Þorvaldsstöðum komin í skipulagsgátt - Skessuhorn