Fréttir

true

Fræðsla um notkun nikótínpúða og veips og áhrif þess á ungmenni

Krabbameinsfélag Borgarfjarðar gaf í upphafi nýs árs fræðsluerindi um nikótín til nemenda í grunnskólum Borgarbyggðar og til nemenda í Menntaskóla Borgarfjarðar. Fræðsla fylgdi einnig fyrir aðstandendur og var hún með þeim hætti að foreldrum var sendur hlekkur inn á erindin og hann opinn í tvo sólarhringa eftir hvern fyrirlestur. Þannig gat fólk valið sér tíma…Lesa meira

true

Átelur vinnubrögð við förgun bústofns

Steinunn Árnadóttir í Borgarnesi hefur um árabil beitt sér í dýraverndunarmálum og verið óþreytandi að benda á það sem aflaga hefur farið ýmist í fóðrun, umhirðu eða aðbúnaði dýra. Í gær voru yfir 200 kindur, sem Matvælastofnun hefur samið við eigendur um að yrði fargað, fluttar af bæ í Borgarfirði og í sláturhúsið í Brákarey.…Lesa meira

true

Mottumars er hafinn og villtir sokkar í sölu

Í Mottumars, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins, fer fram vitundarvakning um krabbamein hjá körlum og aflar félagið um leið fjár fyrir mikilvæga starfsemi Krabbameinsfélagsins. Í ár er áhersla Mottumars á tenginguna á milli lífsstíls og krabbameina. „Krabbameinsfélagið vill í Mottumars vekja athygli á að bæði óheilbrigðar og heilbrigðar lífsvenjur verða til á löngum tíma. Skilaboðin eru einföld:…Lesa meira

true

Eiríksstaðir sem miðstöð tilraunafornleifafræða

Rætt við Bjarnheiði Jóhannsdóttur og Atla Frey Guðmundsson á Eiríksstöðum í Haukadal Fyrirtækið History Up Close ehf. og eigendur þess hafa í nógu að snúast á þessu ári. Fyrirtækið fékk veglega styrki frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Menningarmálaverkefnasjóði Dalabyggðar í ár til að standa straum að spennandi verkefnum en eigendur eru meðal annars þau Bjarnheiður Jóhannsdóttir…Lesa meira

true

Bleikur matarvagn vekur athygli í Borgarnesi

Rætt við Sefo Jan eiganda veitingavagnsins Turkish kebab Fyrir utan verslun Nettó í Borgarnesi hefur mjög svo bleikur vagn staðið síðustu mánuði. Tyrkneskur kebab heitir fyrirtækið og eigandinn, Sefo, var upptekinn við að afgreiða viðskiptavini þegar blaðamaður reyndi að panta sér mat og ná smá spjalli við Sefo. Sefo og fjölskylda hans komu til landsins…Lesa meira

true

Keppt í fjórgangi í Vesturlandsdeildinni

Keppni í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum hófst í gær í Faxaborg og var byrjað á fjórgangi. Mjótt var á munum efstu knapa og þurfti sætaröðun dómara til að skera úr um sigurvegara. Þau voru jöfn í efstu tveimur sætum þau Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson á Fortíð frá Ketilsstöðum og Anna Dóra Markúsdóttir á Mær frá Bergi…Lesa meira

true

Áhuginn kemur í bylgjum

Rætt við Guðbjörtu Lóu Þorgrímsdóttur glímuþjálfara í Dalabyggð um stöðu glímunnar Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir ólst upp á Erpsstöðum í Dölum en býr nú í Ásgarði sem er sauðfjárbú með sölu beint frá býli og fleiri viðbótum. Guðbjört er þriggja barna móðir, starfar sem deildarstjóri í Auðarskóla og heldur utan um æfingar Glímufélags Dalamanna. Skessuhorn heyrði…Lesa meira

true

Uppfærsla á leikritinu Með allt á hreinu í MB

Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar er um þessar mundir að æfa leikritið Með allt á hreinu, úr samnefndri kvikmynd Ágústs Guðmundssonar frá árinu 1982. Tónlistar- og grínmyndin Með allt á hreinu fjallar um tvær hljómsveitir; Stuðmenn og Gærurnar, ástir og afbrýði meðlima þeirra og spaugilegar uppákomur í ferðalagi þeirra um Ísland. Blaðamaður kíkti á æfingu og spjallaði…Lesa meira

true

Þungatakmarkanir á Innnesvegi

Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur Vegagerðin takmarkað ásþunga við sjö tonn á Innnesvegi frá Krosslandi að Innra-Hólmi í Hvalfjarðarsveit. Af því leiðir að sorphirðu er frestað á svæðinu að minnsta kosti til mánudagsins 3. mars næstkomandi.Lesa meira

true

Skallagrímur tekur ekki þátt í Lengubikarnum

Jón Theodór Jónsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Skallagríms, staðfestir í samtali við Skessuhorn að liðið taki ekki þátt í Lengjubikarnum að þessu sinni. „Knattspyrnudeild Skallagríms tekur ekki þátt í lengjubikarnum þennan veturinn en stjórn og þjálfarar félagsins ákváðu í sameiningu að draga félagið úr mótinu að þessu sinni,“ segir Jón Theodór. Skallagrímur keppir í 5. deild karla…Lesa meira