
Mottumars er hafinn og villtir sokkar í sölu
Í Mottumars, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins, fer fram vitundarvakning um krabbamein hjá körlum og aflar félagið um leið fjár fyrir mikilvæga starfsemi Krabbameinsfélagsins. Í ár er áhersla Mottumars á tenginguna á milli lífsstíls og krabbameina. „Krabbameinsfélagið vill í Mottumars vekja athygli á að bæði óheilbrigðar og heilbrigðar lífsvenjur verða til á löngum tíma. Skilaboðin eru einföld: Lífsstíll er ekkert til að grínast með, hann er þvert á móti dauðans alvara,“ segir í tilkynningu frá félaginu.