
Féð var flutt í Brákarey í gær. Ljósm. sá
Átelur vinnubrögð við förgun bústofns
Steinunn Árnadóttir í Borgarnesi hefur um árabil beitt sér í dýraverndunarmálum og verið óþreytandi að benda á það sem aflaga hefur farið ýmist í fóðrun, umhirðu eða aðbúnaði dýra. Í gær voru yfir 200 kindur, sem Matvælastofnun hefur samið við eigendur um að yrði fargað, fluttar af bæ í Borgarfirði og í sláturhúsið í Brákarey. Þar verður fénu slátrað í dag. Kjötið verður ekki nýtt og skrokkunum fargað. Steinunn segir í samtali við Skessuhorn að hún telji það verulega ámælisverð vinnubrögð Matvælastofnunar að þessi aðgerð sé framkvæmd nú, skömmu fyrir burð, en hún segir margar kindanna komnar fast að burði.