
Fræðsluerindi flutt í Menntaskóla Borgarfjarðar. Ljósm. iig
Fræðsla um notkun nikótínpúða og veips og áhrif þess á ungmenni
Krabbameinsfélag Borgarfjarðar gaf í upphafi nýs árs fræðsluerindi um nikótín til nemenda í grunnskólum Borgarbyggðar og til nemenda í Menntaskóla Borgarfjarðar. Fræðsla fylgdi einnig fyrir aðstandendur og var hún með þeim hætti að foreldrum var sendur hlekkur inn á erindin og hann opinn í tvo sólarhringa eftir hvern fyrirlestur. Þannig gat fólk valið sér tíma til að hlusta og fræðast.