
Efstu knapar í einstaklingskeppninni. Ljósm. iss
Keppt í fjórgangi í Vesturlandsdeildinni
Keppni í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum hófst í gær í Faxaborg og var byrjað á fjórgangi. Mjótt var á munum efstu knapa og þurfti sætaröðun dómara til að skera úr um sigurvegara. Þau voru jöfn í efstu tveimur sætum þau Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson á Fortíð frá Ketilsstöðum og Anna Dóra Markúsdóttir á Mær frá Bergi með 6,97 í einkunn. Eftir sætaröðun frá dómurum var það Eysteinn sem hreppti gullið, Anna Dóra silfur og í þriðja sæti, örfáum kommum neðar, var Garðar Hólm Birgisson á Kná frá Korpu með 6,93 í einkunn.