Fréttir

true

Vikudagbók Bjarna Guðmanns – landsliðsmanns í körfubolta

Borgnesingurinn og landsliðsmaður Íslands í körfubolta, Bjarni Guðmann Jónsson, gerði fyrir Skessuhorn viku dagbók frá ferðalagi og daglegu lífi landsliðsins í síðustu viku. Í gangi voru tveir landsleikir og undirbúningur fyrst gegn Ungverjalandi ytra og síðan hér heima gegn Tyrklandi. Sá leikur vannst og hefur liðið því öðlast keppnisrétt á Evrópumótinu seint í sumar. Sunnudagur…Lesa meira

true

Notendaráð vill að stjórnsýslurannsókn verði gerð á byggingu búsetukjarna

Síðastliðinn þriðjudag fór fram fundur í stjórn Notendaráðs um málefni fatlaðs fólks á Akranesi. Þar var m.a. rætt um stöðu búsetukjarna fyrir fólk með fötlun sem verið hefur í byggingu við Skógarlund 42 undanfarin misseri. Verkefnið er nú strand vegna fjárhagsvandræða húsbyggjandans og telur ráðið einsýnt að stofnframlög bæði Akraneskaupstaðar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar muni…Lesa meira

true

Samið og kennaraverkföllum aflýst

Seint í gærkvöldi voru hjá ríkissáttasemjara undirritaðir samningar milli Kennarasambands Íslands og viðsemjendanna hjá ríki og sveitarfélög. Innanhússtillaga sem ríkissáttasemjari hafði áður lagt fram var að lokum samþykkt en með breytingum. Samningurinn fer nú í almenna atkvæðagreiðslu og munu öll aðildarfélög Kennarasambandsins kjósa um hann í einu. Verkföllum sem staðið hafa með ýmsum afbrigðum og…Lesa meira

true

Rólegt hjá lögreglu í vikunni sem leið

Í liðinni viku voru 14 ökumenn stöðvaðir vegna of hraðs aksturs í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi en einnig hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum sem voru ekki með öryggisbelti í notkun ásamt notkun farsíma án handfrjáls búnaðar. Tveir ökumenn voru stöðvaðri vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu án…Lesa meira

true

Á bíl fyrir Snæfellsjökul fyrir tæpum 80 árum

Ævintýraferð rifjuð upp með Vigfúsi Vigfússyni í Ólafsvík Sumarið 1945, eða fyrir tæpum 80 árum, héldu fjórir ungir menn á Snæfellsnesi í mikla ævintýraför. Urðu þeir fyrstir manna til að aka bíl sem leið lá frá Hellissandi, fyrir Snæfellsjökul og að Hraunhafnará. Heim var síðan ekið um Fróðárheiði. Ökutækið var Willys herjeppi í eigu Einars…Lesa meira

true

Kennarar á Akranesi fjölmenntu á bæjarstjórnarfund

Fundur í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar stendur nú yfir. Fyrir fundinn höfðu kennarar safnast saman við Tónlistarskólann og gengu þaðan fylktu liði í bæjarþingsalinn við Dalbraut 4. Þar afhentu þeir bæjarstjórn Akraneskaupstaðar ályktun frá félagsmönnum Kennarasambands Íslands sem starfa á Akranesi. Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs tók við ályktuninni fyrir hönd bæjarstjórnar frá Elís Þór Sigurðssyni fulltrúa trúnaðarmanna.…Lesa meira

true

Blúsveisla framundan í Borgarnesi

Næstkomandi laugardag verður blásið til veislu en þá verður Blúshátíð haldin í Borgarnesi, annað árið í röð. Veislan verður á Grillhúsinu í Borgarnesi. „Þrjár hljómsveitir koma fram ásamt því að Bjarni Þór myndlistarmaður á Akranesi verður með sýningu á verkum sínum Rokk á flakki, plötumarkaður verður opinn ásamt því að Gunnar Örn sýnir handsmíðaða kostagripi…Lesa meira

true

Ráðinn fjármálastjóri Eðalfangs

Smári Rúnar Þorvaldsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Eðalfangs en Eðalfang er íslenskt eignarhaldsfélag sem rekur fyrirtæki í matvælaiðnaði, einkum tengd sjávarafurðum. Félagið á m.a. Eðalfisk og Norðanfisk sem sérhæfa sig í vinnslu og dreifingu sjávarafurða, sérstaklega laxaafurða. Smári Rúnar er reynslumikill rekstrarráðgjafi og kemur til Eðalfangs frá Akrar Consult. Áður starfaði hann um árabil hjá…Lesa meira

true

Fengu heiðursviðurkenningu á aðalfundi KFÍA

Seinni hluti aðalfundar Knattspyrnufélags ÍA fór fram mánudaginn 17. febrúar á Jaðarsbökkum. Í ársskýrslu stjórnar kemur fram að tap var á hefðbundinni starfsemi í rekstri á árinu 2024 sem nam rúmlega 34 milljónum króna. Tekjur af sölu leikmanna var um 81 milljón króna og jákvæð niðurstaða var af rekstrinum sem nam um 56 milljónum króna.…Lesa meira

true

Áhugi fyrir að setja upp líkamsrækt á Jaðarsbökkum

Á fundi skóla- og frístundaráðs Akraneskaupstaðar síðastliðinn miðvikudag var reglubundið samtal fulltrúa foreldrafélaga grunnskólanna og ráðsins. Rætt var um ánægju með að endurbætt rými skólanna séu við það að komast í notkun en að enn verði húsnæðisáskoranir í Brekkubæjarskóla fram eftir ári. Fjallað var um fyrirkomulag sundkennslu á unglingastigi og fram kom ósk frá foreldrafulltrúum…Lesa meira