
Framkvæmdir við byggingu búseturkjarnans við Skógarlund 42 hafa legið niðri undanfarnar viku. Þak er óvarið og hafa orðið talsverðar vatnsskemmdir innanhúss. Ljósm. mm
Notendaráð vill að stjórnsýslurannsókn verði gerð á byggingu búsetukjarna
Síðastliðinn þriðjudag fór fram fundur í stjórn Notendaráðs um málefni fatlaðs fólks á Akranesi. Þar var m.a. rætt um stöðu búsetukjarna fyrir fólk með fötlun sem verið hefur í byggingu við Skógarlund 42 undanfarin misseri. Verkefnið er nú strand vegna fjárhagsvandræða húsbyggjandans og telur ráðið einsýnt að stofnframlög bæði Akraneskaupstaðar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar muni glatast fari verkefnið í þrot. Samtals eru stofnframlögin 120 milljónir króna.