Fréttir
Frá blúshátíð í Borgarnesi í fyrra, hljómsveitin 75 ásamt Óla Palla. Ljósm. Ásta Magg.

Blúsveisla framundan í Borgarnesi

Næstkomandi laugardag verður blásið til veislu en þá verður Blúshátíð haldin í Borgarnesi, annað árið í röð. Veislan verður á Grillhúsinu í Borgarnesi. „Þrjár hljómsveitir koma fram ásamt því að Bjarni Þór myndlistarmaður á Akranesi verður með sýningu á verkum sínum Rokk á flakki, plötumarkaður verður opinn ásamt því að Gunnar Örn sýnir handsmíðaða kostagripi en þessi atriði verða frá klukkan 14:00 á laugardaginn,“ segir Örvar Bessason, skipuleggjandi hátíðarinnar í samtali við Skessuhorn. „Þeir sem koma geta þá í leiðinni hlustað á hljómsveitir gera sig klára fyrir kvöldið, tekið tónlistarfólk tali og kynnst þannig fólkinu sem fer að skemmta um kvöldið,“ segir Örvar.

Blúsveisla framundan í Borgarnesi - Skessuhorn