
Áhugi fyrir að setja upp líkamsrækt á Jaðarsbökkum
Á fundi skóla- og frístundaráðs Akraneskaupstaðar síðastliðinn miðvikudag var reglubundið samtal fulltrúa foreldrafélaga grunnskólanna og ráðsins. Rætt var um ánægju með að endurbætt rými skólanna séu við það að komast í notkun en að enn verði húsnæðisáskoranir í Brekkubæjarskóla fram eftir ári. Fjallað var um fyrirkomulag sundkennslu á unglingastigi og fram kom ósk frá foreldrafulltrúum Grundaskóla að sundlaugin á Jaðarsbökkum verði lokuð fyrir almenningi meðan á sundkennslu stendur. Auk þessa var rætt um útivistartíma og opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar ásamt umferðarhraða við Grundaskóla og upplýst um að skipulags- og umhverfisráð hefur samþykkt að hámarkshraði verði færður í 20km/klst.