Fréttir
Það er skammt stórra högga á milli. Síðdegis í gær mótmæltu kennarar á Akranesi og afhentu ályktun til bæjarstjórnar. Síðar um kvöldið var búið að semja. Vonandi geta allir vel við unað. Ljósm. mm

Samið og kennaraverkföllum aflýst

Seint í gærkvöldi voru hjá ríkissáttasemjara undirritaðir samningar milli Kennarasambands Íslands og viðsemjendanna hjá ríki og sveitarfélög. Innanhússtillaga sem ríkissáttasemjari hafði áður lagt fram var að lokum samþykkt en með breytingum. Samningurinn fer nú í almenna atkvæðagreiðslu og munu öll aðildarfélög Kennarasambandsins kjósa um hann í einu.

Samið og kennaraverkföllum aflýst - Skessuhorn