Fréttir

true

Kynntu verkefnaskrá þings sem kemur saman í dag

Alþingi kemur saman í dag. Í gær kynntu formenn stjórnarflokkanna; Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, verkefnaskrá, þ.e. fyrstu verk nýrrar ríkisstjórnar. Á fréttamannafundi í forsætisráðuneytinu sögðu þær frá þingmálaskrá fyrir vorþingið og ýmsum frumvörpum, reglugerðarbreytingum og öðrum aðgerðum sem stjórnin hyggst ráðast í á fyrstu 100 dögum…Lesa meira

true

Fjöldi sláturfjár ekki verið minni síðan 1954

Kindakjötsframleiðsla á síðasta ári var í sögulegu lágmarki og hefur aðeins einu sinni verið minni síðustu 40 ár, eða árið 1997. Fjöldi sláturfjár var 447 þúsund og hefur ekki verið minni síðan 1954, þegar hann var 321 þúsund. Fallþungi hefur hins vegar aukist um 22% á þessu 70 ára tímabili. Útflutningur á kindakjöti nam 2.048…Lesa meira

true

Kristbjörg Ragney vann Söngvarakeppni GBF

Þriðjudaginn 28. janúar var hin árlega Söngvarakeppni Grunnskóla Borgarfjarðar haldin á Kleppjárnsreykjum. Mörg flott atriði tóku þátt í keppninni og fengu dómarar það erfiða hlutverk að velja þrjú efstu. Nemendur stóðu sig með stakri prýði og voru kynnarnir Baldur Karl Andrason og Haukur Orri Heiðarsson duglegir að halda stemningunni í salnum á milli laga. Sigurvegari…Lesa meira

true

Vilja varmadælur í grunnskólann í Ólafsvík

Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar síðasta miðvikudag kom fram að Snæfellsbær óskar eftir því að setja upp þrjár varmadælur í Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík. Tvær varmadælur á að setja á vesturgafl skólans og eina við anddyrið. Eru þær hugsaðar til að lækka kyndingarkostnað, minnka álag á hitatúpuna og fá hreyfingu á loftið. Umhverfis- og…Lesa meira

true

Veghefill valt

Það óhapp varð í morgun að veghefill valt út af afleggjaranum að Sigmundarstöðum í Þverárhlíð í Borgarfirði. Verkefnið var að taka klakabunka sem gerði veginn hættulegan fyrir umferð. Þannig hefur ástandið verið í nokkrar vikur. Hefilstjórann sakaði ekki. Til stendur á morgun að ná tækinu upp.Lesa meira

true

Heiðar Árni og Vildís Þrá til starfa við búskap LbhÍ

Um síðustu áramót varð sú breyting að Hvanneyrarbúið ehf sér um allan búrekstur Landbúnaðarháskólans. Þannig færðist Sauðfjárræktarbúið á Hesti undir starfsemi Hvanneyrarbúsins. „Hvanneyrarbúið ehf er félag sem er alfarið í eigu LbhÍ og hlutverk þess er búrekstur á hagkvæman hátt með áherslu á að þjónusta kennslu og rannsóknir fyrir LbhÍ og aðra aðila. Samhliða þessum…Lesa meira

true

Hvetja yfirvöld til viðgerða og viðhalds á Hvítársíðuvegi

Kvenfélag Hvítársíðu afhenti í liðinni viku opið bréf til svæðisstjóra Vegargerðarinnar og sveitarstjóra Borgarbyggðar. Þá stendur einnig til að senda bréfið til þeirra sem ráða yfir verkefnavinnu og peningum hvað vegi landsins varðar. Í Kvenfélagi Hvítársíðu eru tíu konur og vinnur félagið að mismunandi verkefnum. „Eitt af því sem við höfum látið okkur varða er…Lesa meira

true

Íþróttamiðstöðin lokuð vegna vatnstjóns

Íþróttamiðstöðin Heiðarborg í Hvalfjarðarsveit verður lokuð, að minnsta kosti til og með miðvikudagsins 5. febrúar, vegna vatnstjóns sem þar uppgötvaðist á laugardaginn. Jökull Helgason, deildarstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Hvalfjarðarsveitar tjáði blaðamanni að vonir standi til að húsið verði komið aftur í notkun í vikunni. „Það var búið að rjúfa þakið af tengibyggingu vegna framkvæmda við…Lesa meira

true

Ný blanda fyrir beinin unnin úr þorskbeinum og hugviti á Akranesi

Síðastliðinn fimmtudag fór fram kynning í Breið nýsköpunarsetri á Akranesi þegar nýsköpunarfyrirtækið North Marine Ingredients ehf. kynnti nýja afurð sem unnin hefur verið eftir þróun Bone Health Therapy (BHT) á Breið. Um árabil hefur fyrirtækið unnið að nýsköpun og þróun á nýtingu sjávarfangs. Það er fyrirtækið Feel Iceland sem hefur nú á forsendum rannsókna BHT…Lesa meira

true

Vonin blíð í Orrahríð – Tónleikar í Bíóhöllinni

Laugardaginn 22. febrúar næstkomandi klukkan 20 verða haldnir tónleikar í Bíóhöllinni á Akranesi þar sem vinir Orra Harðarsonar, tónlistarmanns og rithöfundar, hafa ákveðið að fagna lífinu og tónlistinni en Orri glímir um þessar mundir við illvígt og ólæknandi krabbamein. Allur aðgangseyrir af tónleikunum fer inn á styrktarreikning til tveggja dætra Orra og er reikningurinn líka…Lesa meira