Fréttir

true

Stemning á Kótilettukvöldi ÍA

Kótilettukvöld Knattspyrnufélags ÍA var haldið síðasta laugardagskvöld í Hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum og voru mættir um 80 stuðningsmenn ÍA til að gæða sér á gómsætum kótilettum í raspi sem voru fram reiddar af Páli Guðmundi Ásgeirssyni skrifstofustjóra KFÍA. Ingimar Elí Hlynsson, framkvæmdastjóri KFÍA, ávarpaði samkomuna og síðan var sýnt tíu mínútna myndband sem tekið var í…Lesa meira

true

Snæfellssigur á Hornafirði

Snæfell í Stykkishólmi gerði góða ferð austur á Höfn í Hornafirði á föstudaginn þegar liðið heimsótti heimamenn í Sindra. Sindri lagði Skallagrímsmenn í Borgarnesi í síðustu umferð á meðan Snæfell sigraði Selfoss í Stykkishólmi og var því töluverð spenna fyrir leikinn. Einhver hrollur var í gestunum frá Stykkishólmi í fyrsta leikhluta og náðu heimamenn í…Lesa meira

true

Skagamenn tóku Vesturlandsslaginn

ÍA og Skallagrímur mættust í nágrannaslag í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var viðureignin í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Um tvö hundruð manns mættu á leikinn og þar voru Skagamenn í miklum meirihluta. Stuðningsmenn Skallagríms komust ekki á leikinn vegna veðurhamsins þar sem vindhviður voru í kringum 60 m/sek við Hafnarfjallið…Lesa meira

true

Kennaraverkfall skollið á í 21 skóla á landinu

Seint í gærkvöldi varð ljóst að sátt næðist ekki í tæka tíð fyrir boðað verkfall kennara og hófst það því í dag. Félagsmenn í Kennarasambandi Íslands í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum víðsvegar um land mæta því ekki til vinnu í dag. Verkfallið snertir alls um 5000 börn og fjölskyldur þeirra. Þetta varð ljóst eftir…Lesa meira

true

Loðnumælingar í síðustu viku í takti við fyrri mælingar

Uppsjávarveiðiskipin Polar Ammassak og Aðalsteinn Jónsson voru í samvinnu við Hafrannsóknastofnun við loðnumælingar suðaustan- og austan við land frá mánudegi til föstudags í liðinni viku. Markmiðið var að fá endurtekna mælingu á magn loðnu í megingöngunni á þeim slóðum til samanburðar við niðurstöður mælinga í vikunni á undan. Bæði skipin fóru yfir allt svæðið eftir…Lesa meira

true

Sækja um leyfi fyrir fjölbýlishúsi

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Borgarbyggðar, Sæmundar Óskarssonar, í vikunni sem leið kom fram erindi frá SG eignum ehf. þar sem sótt er um leyfi fyrir fjölbýlishúsi með 16 íbúðum á lóðinni Borgarbraut 55 í Borgarnesi. Húsið verður á tveimur hæðum og byggt úr forsteyptum einingum sem hvíla munu á forsteyptum sökklum. Fram kemur í fundargerð að…Lesa meira

true

Líf tekur að nýju sæti í bæjarstjórn

Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar sl. þriðjudag kom fram að Líf Lárusdóttir tók sæti að nýju í bæjarstjórn frá nýliðnum mánaðamótum. Hún hefur verið í fæðingarorlofi frá 1. maí á síðasta ári. Þórður Guðjónsson tekur þá sæti sem varabæjarfulltrúi. Líf tekur einnig að nýju við embætti formanns bæjarráðs og verður Einar Brandsson varamaður hennar.Lesa meira

true

Stórhríð mánudag og viðvaranir í gangi

Djúp lægð gengur yfir landið á morgun, mánudag og eru víða viðvaranir sem fólk er hvatt til að kynna sér vel. Það gengur í austan 10-18 m/sek í kvöld og nótt með snjókomu eða rigningu allvíða. Sunnan 18-28 m/sek austanlands á morgun, annars breytileg átt 10-20. Rigning eða slydda og hiti 2 til 8 stig,…Lesa meira

true

Funda í Karphúsinu í dag en verulegar líkur á að stefni í verkfall

Kennarar felldu í gær innanhússtilögu ríkissáttasemjara sem hann lagði fram á fimmtudag sem lausn í kjaradeildu kennara við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin samþykktu hins vegar tillöguna. Fundur hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í morgun, en samkvæmt fjölmiðlum sem rætt hafa við sáttasemjara í dag er útlitið dökkt um að sú vinna skili árangri. Að óbreyttu…Lesa meira

true

Stungið í gegnum snjóflóðið í Ólafsvíkurenni

Veður er nú óðum að ganga niður á Snæfellsnesi eftir hávaða suðaustan rok og asahláku síðasta sólarhringinn. Nú eru starfsmenn TS vélaleigu að gera fært í gegnum snjóflóðin sem féllu í Ólafsvíkurenni undir kvöld í gær. Í gærkvöldi var flóðið um sex metra hátt en hjaðnaði í leysingunum í nótt og er nú um fjórir…Lesa meira