Fréttir
Karphúsið í Reykjavík.

Kennaraverkfall skollið á í 21 skóla á landinu

Seint í gærkvöldi varð ljóst að sátt næðist ekki í tæka tíð fyrir boðað verkfall kennara og hófst það því í dag. Félagsmenn í Kennarasambandi Íslands í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum víðsvegar um land mæta því ekki til vinnu í dag. Verkfallið snertir alls um 5000 börn og fjölskyldur þeirra. Þetta varð ljóst eftir að samningafundi í Karphúsinu lauk um tíuleytið í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Síðastliðinn fimmtudag lagði ríkissáttasemjari fram innanhússtillögu sem samninganefndir sveitarfélaga og ríkisins höfðu samþykkt fyrir sitt leyti. Kennarar voru hinsvegar ekki sáttir og vildu gera ákveðnar breytingar á tillögunni sem ekki náðist sátt um.

Kennaraverkfall skollið á í 21 skóla á landinu - Skessuhorn