
Útlitið er dökkt með loðnuveiðar í vetur. Ljósm. úr safni
Loðnumælingar í síðustu viku í takti við fyrri mælingar
Uppsjávarveiðiskipin Polar Ammassak og Aðalsteinn Jónsson voru í samvinnu við Hafrannsóknastofnun við loðnumælingar suðaustan- og austan við land frá mánudegi til föstudags í liðinni viku. Markmiðið var að fá endurtekna mælingu á magn loðnu í megingöngunni á þeim slóðum til samanburðar við niðurstöður mælinga í vikunni á undan.