
Lóðin Borgarbraut 55 í Borgarnesi þar sem áður var hús með dekkjaverkstæði, smurstöð og verslun sem nú hefur verið rifið. Ljósm. hig
Sækja um leyfi fyrir fjölbýlishúsi
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Borgarbyggðar, Sæmundar Óskarssonar, í vikunni sem leið kom fram erindi frá SG eignum ehf. þar sem sótt er um leyfi fyrir fjölbýlishúsi með 16 íbúðum á lóðinni Borgarbraut 55 í Borgarnesi. Húsið verður á tveimur hæðum og byggt úr forsteyptum einingum sem hvíla munu á forsteyptum sökklum.