Fréttir
Heiðar Árni Baldursson í fjárhúsunum á Hesti. Ljósm. LhhÍ.

Heiðar Árni og Vildís Þrá til starfa við búskap LbhÍ

Um síðustu áramót varð sú breyting að Hvanneyrarbúið ehf sér um allan búrekstur Landbúnaðarháskólans. Þannig færðist Sauðfjárræktarbúið á Hesti undir starfsemi Hvanneyrarbúsins. „Hvanneyrarbúið ehf er félag sem er alfarið í eigu LbhÍ og hlutverk þess er búrekstur á hagkvæman hátt með áherslu á að þjónusta kennslu og rannsóknir fyrir LbhÍ og aðra aðila. Samhliða þessum breytingum var fjölgað í stjórn búsins og tóku þau sæti í stjórn Oddný Steina Valsdóttir og Eyþór Einarsson. Stjórn Hvanneyrarbúsins skipa þau, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor LbhÍ og stjórnarformaður, Baldur Helgi Benjamínsson, Pétur Diðriksson, Oddný Steina Valsdóttir og Eyþór Einarsson,“ segir í frétt á vef LbhÍ.

Heiðar Árni og Vildís Þrá til starfa við búskap LbhÍ - Skessuhorn