Fréttir
Feðgarnir Bergur Benediktsson og Þórður Bergsson sem unnið hefur að þróun vörunnar, en á milli þeirra er Valdís Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri Breiðar þróunarfélags. Ljósm. aðsend

Ný blanda fyrir beinin unnin úr þorskbeinum og hugviti á Akranesi

Síðastliðinn fimmtudag fór fram kynning í Breið nýsköpunarsetri á Akranesi þegar nýsköpunarfyrirtækið North Marine Ingredients ehf. kynnti nýja afurð sem unnin hefur verið eftir þróun Bone Health Therapy (BHT) á Breið. Um árabil hefur fyrirtækið unnið að nýsköpun og þróun á nýtingu sjávarfangs. Það er fyrirtækið Feel Iceland sem hefur nú á forsendum rannsókna BHT framleidd vöru sem unnin er úr sérþróaðri blöndu úr þorskbeinum.

Ný blanda fyrir beinin unnin úr þorskbeinum og hugviti á Akranesi - Skessuhorn