Fréttir
Kynnarnir Haukur Orri og Baldur Karl voru hressir. Ljósm. GBF

Kristbjörg Ragney vann Söngvarakeppni GBF

Þriðjudaginn 28. janúar var hin árlega Söngvarakeppni Grunnskóla Borgarfjarðar haldin á Kleppjárnsreykjum. Mörg flott atriði tóku þátt í keppninni og fengu dómarar það erfiða hlutverk að velja þrjú efstu. Nemendur stóðu sig með stakri prýði og voru kynnarnir Baldur Karl Andrason og Haukur Orri Heiðarsson duglegir að halda stemningunni í salnum á milli laga.