Fréttir
Kjöt í kæliborði. Ljósm. SA

Fjöldi sláturfjár ekki verið minni síðan 1954

Kindakjötsframleiðsla á síðasta ári var í sögulegu lágmarki og hefur aðeins einu sinni verið minni síðustu 40 ár, eða árið 1997. Fjöldi sláturfjár var 447 þúsund og hefur ekki verið minni síðan 1954, þegar hann var 321 þúsund. Fallþungi hefur hins vegar aukist um 22% á þessu 70 ára tímabili. Útflutningur á kindakjöti nam 2.048 tonnum í fyrra, sem er lítillega meira en árið 2023, en er engu að síður næst minnsti útflutningur síðan árið 2008. Þá voru 331 tonn af hrossakjöti flutt út árið 2024. Aldrei áður hefur verið meira magn af nautakjöti verið flutt inn til landsins en árið 2024 en alls var 1.356 tonnum af nautakjöti flutt inn.

Fjöldi sláturfjár ekki verið minni síðan 1954 - Skessuhorn