
Grunnskólinn í Ólafsvík. Ljósm. vaks
Vilja varmadælur í grunnskólann í Ólafsvík
Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar síðasta miðvikudag kom fram að Snæfellsbær óskar eftir því að setja upp þrjár varmadælur í Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík. Tvær varmadælur á að setja á vesturgafl skólans og eina við anddyrið. Eru þær hugsaðar til að lækka kyndingarkostnað, minnka álag á hitatúpuna og fá hreyfingu á loftið. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti erindið og að varmadælum verði komið fyrir í samræmi við kynningu á fundi.