
Hvetja yfirvöld til viðgerða og viðhalds á Hvítársíðuvegi
Kvenfélag Hvítársíðu afhenti í liðinni viku opið bréf til svæðisstjóra Vegargerðarinnar og sveitarstjóra Borgarbyggðar. Þá stendur einnig til að senda bréfið til þeirra sem ráða yfir verkefnavinnu og peningum hvað vegi landsins varðar. Í Kvenfélagi Hvítársíðu eru tíu konur og vinnur félagið að mismunandi verkefnum. „Eitt af því sem við höfum látið okkur varða er malarvegurinn okkar hér fram Hvítársíðuna en hann fær ekki það viðhald sem þarf. Þess vegna skrifuðum við þetta bréf,“ segir Þuríður Guðmundsdóttir á Sámsstöðum. Bréf kvenfélagskvenna inniheldur samþykkt frá félagsfundi sem nýverið var haldinn: