Fréttir

true

Hafa miklar áhyggjur af stöðunni

Boðuð verkföll í 14 leikskólum og sjö grunnskólum á landinu eru yfirvofandi en verkfallsaðgerðir hefjast laugardaginn 1. febrúar næstkomandi, hafi samningar ekki náðst við ríki og sveitarfélög. Tímabundin verkföll hefjast 1. febrúar og standa til 26. febrúar í Grundaskóla á Akranesi og ótímabundin verkföll hefjast þann 1. febrúar á leikskóla Snæfellsbæjar og leikskólanum Teigaseli á…Lesa meira

true

Staðbundið foktjón talið líklegt á Snæfellsnesi – appelsínugul viðvörun

Vegna hvassviðris og ofankomu er gul viðvörun í gildi um allt vestanvert landið í dag og til miðnættis í kvöld. Á morgun tekur ný viðvörun gildi, en búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir Breiðafjarðarsvæðið frá því klukkan 13 á morgun og til miðnættis. Eftir það heldur áfram gul viðvörun á laugardag og sunnudag.…Lesa meira

true

Hrossi bjargað úr skurði

Undir kvöld í gær var björgunarsveitin Brák kölluð til aðstoðar að Heyholti í Borgarhreppi. Hross hafði lent á kafi í skurði eftir að ís gaf sig undan því. Björgunarsveitarfólk kom á vettvang í þann mund sem heimafólk og annað aðstoðarfólk var búið að ná hrossinu á þurrt. Hrossið jafnaði sig fljótt eftir að komið var…Lesa meira

true

Rúta útaf á Kjalarnesi

Bálhvasst er nú orðið á helstu stofnleiðum, svo sem á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Nú fyrir skömmu stýrði lögregla umferð framhjá hópferðabíl sem lent hafði utan vegar á Kjalarnesi í austan roki. Við Hafnarfjall er nú vaxandi vindur sem fer í 44 metra á sekúndu í hviðum. Þar er því ekkert ferðaveður eins og sakir…Lesa meira

true

„Viðbrögðin hafa verið einstaklega góð, bæði frá hlustendum og tónlistarmönnum“

Spjallað við tónlistaráhugamanninn Ásgeir Eyþórsson um þættina Árið er… Síðasti þátturinn í Árið er… seríunni var fluttur á Rás 2 þann 22. desember á síðasta ári. Þá fór í loftið þriðji hluti umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2020. Alls eru þættirnir 68, um árin 1980-2020, og eru til hlustunar í spilara RÚV hvar og hvenær sem…Lesa meira

true

Hallur ráðinn rekstrarstjóri hjá OK

Skagamaðurinn Hallur Flosason hefur verið ráðinn rekstrarstjóri prentlausna hjá OK í Reykjavík en hann hóf störf sem viðskiptastjóri hjá OK árið 2020. Hlutverk rekstrarstjóra felst í að halda utan um sölu á HP prentbúnaði, rekstrarvöru, prentsamningum og þjónustu til viðskiptavina. Hallur sem er fæddur árið 1993 er með BSc í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík…Lesa meira

true

Lífshlaupið hefst um miðja næstu viku

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að sporna við kyrrsetu og hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi. Stuðst er við ráðleggingar embættis landlæknis um hreyfingu sem segir að börn og unglingar þurfi að hreyfa sig minnst 60 mínútur…Lesa meira

true

Málin rædd á fundi skipulagsnefndar

Á fundi skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Stykkishólms mánudaginn 20. janúar sl. var lögð fram skýrsla starfshóps um málefni 60 ára og eldri þar sem hugmyndir um uppbyggingu fyrir eldra fólk og framtíðarsýn á svæði Tónlistarskóla Stykkishólms voru kynntar. Hugmyndir um framtíðarsýn svæðisins og næstu skref voru teknar til umræðu í skipulagsnefnd og óskaði hún eftir heimild bæjarráðs…Lesa meira

true

Víða hefur talsvert snjóað síðustu daga

Undanfarna daga hefur talsverður snjór fallið í landshlutanum. Í Snæfellsbæ hefur kyngt niður og því mikið verið að gera hjá þeim sem sjá um snjómokstur bæði fyrir bæjarfélagið og Vegagerðina. Svanur Tómasson hjá TS vélaleigu segir í samtali við Skessuhorn að hann sé ekki með öll sín tæki í notkun en mikið hefur verið um…Lesa meira

true

Áætlað að nýja íþróttahúsið á Jaðarsbökkum verði opnað í haust

Í lok árs 2021 hófust framkvæmdir við nýtt íþróttahús á Jaðarsbökkum á Akranesi og er stærsta framkvæmd Akraneskaupstaðar um árabil. Um er að ræða fjölnota íþróttahús og er það einn áfangi af mörgum í áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæðinu. Húsið samanstendur af fjölnota íþróttasal og hliðarbyggingu á tveimur hæðum fyrir ýmis fylgirými. Íþróttasalurinn er 50…Lesa meira