
Grundaskóli á Akranesi. Ljósm. vaks
Hafa miklar áhyggjur af stöðunni
Boðuð verkföll í 14 leikskólum og sjö grunnskólum á landinu eru yfirvofandi en verkfallsaðgerðir hefjast laugardaginn 1. febrúar næstkomandi, hafi samningar ekki náðst við ríki og sveitarfélög. Tímabundin verkföll hefjast 1. febrúar og standa til 26. febrúar í Grundaskóla á Akranesi og ótímabundin verkföll hefjast þann 1. febrúar á leikskóla Snæfellsbæjar og leikskólanum Teigaseli á Akranesi. Skessuhorn heyrði í skólastjórnendum Grundaskóla og Teigasels til að forvitnast um stöðuna sem framundan er.