Fréttir

true

Smíðaði nýtt bráðabirgða biðskýli

Á Hvanneyri er nú komið upp nýtt bráðabirgða biðskýli og um er að ræða skýli sem Guðmundur Hallgrímsson, íbúi á Hvanneyri og hagleiksmaður, smíðaði. Guðmundur notaði gömul rafmagnskefli sem grunn að skýlinu og á vef Borgarbyggðar koma fram þakkir til hans fyrir þetta glæsilega skýli sem vonandi gagnast vel til að skýla börnum og fullorðnum…Lesa meira

true

Kvennakórinn Ymur fagnar þremur áratugum í söng og gleði

„Það er algjör heilun sem fylgir því að syngja í kór í hópi góðra kvenna“ Næstkomandi föstudag fagna félagar í Kvennakórnum Ym á Akranesi að þrjátíu ár eru frá stofnun kórsins. Blaðamaður Skessuhorns ræddi við þær Unni Sigurðardóttur og Daðeyju Þóru Ólafsdóttur sem báðar hafa starfað í kórnum frá fyrstu árunum. Þær stöllur segja fátt…Lesa meira

true

Samþykkja útboðsgögn vegna fjögurra lóða í miðbæ Akraness

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag útboðsgögn vegna svokallaðs Miðbæjarreitar, en hann nær yfir lóðirnar Suðurgötu 57 sem gamla Landsbankahúsið stendur á, Suðurgötu 47, Suðurgötu 47a (bílastæði á báðum lóðum) og Skólabraut 24. Áður hafði bæjarráð samþykkt aðferðafræði vegna fyrirhugaðs útboðs. Til stendur að bjóða út byggingarrétt á lóðunum. Áður hafði bæjarstjórn samþykkt…Lesa meira

true

Lægðagangur og viðvaranir fram yfir helgi

Nú er útlit fyrir að hver lægðin á fætur annarri muni hafa áhrif á veðráttuna hér næstu daga, raunar fram yfir helgi. Á morgun er gul viðvörun í gildi fyrir allt sunnan- og vestanvert landið vegna suðaustan roks og hríðarveðurs á morgun. Þá gæti orðið erfið færð. Svo dúrar annað kvöld en síðdegis á föstudag…Lesa meira

true

Ný sóknaráætlun tekur nú gildi

Í dag var ritað undir samninga um sóknaráætlanir landshluta milli ríkisins og samtaka sveitarfélaga við athöfn í Norræna húsinu. Sóknaráætlanasamningar voru gerðir við átta landshlutasamtök sveitarfélaga. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna undirrituðu samningana í Norræna húsinu. Það er samdóma…Lesa meira

true

Suðaustan snjókoma og hvassviðri um tíma á morgun

Á morgun er því spáð að gangi í suðaustan 15-23 m/s í fyrramálið með snjókomu eða slyddu og skafrenningi til heiða, en rigningu við sjávarsíðuna. Gul viðvörun er vegna veðurs um allt vestan- og sunnanvert landið. Við Breiðafjörð og Faxaflóa gildir veðurviðvörun frá því fyrir hádegi og til klukkan 18 og bent á að um…Lesa meira

true

Borgarverk átti lægsta boð í vegagerð um Dynjandisheiði

Í gær voru hjá Vegagerðinni opnuð tilboð í nýbyggingu þriðja áfanga Vestfjarðavegar á um 8 kílómetra kafla á Dynjandisvegi, auk keðjunarplans og áningarstaðar. Vegurinn verður að mestu leyti gerður í nýju vegstæði, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þrjú tilboð bárust; frá Ístaki, Suðurverki og Borgarverki. Borgarverk átti lægsta tilboðið, bauð um 1.482 milljónir króna…Lesa meira

true

Björgin í Rifi sótti bát sem rak stjórnlaust nærri landi

Rétt upp úr klukkan 5 í nótt kallaði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar út áhöfnina á björgunarskipinu Björgu í Rifi á hæsta forgangi. Fiskibátur með tvo um borð hafði misst stýrið og rak nálægt landi. Báturinn var þá staddur rétt undan Svörtuloftum og rak í norður meðfram landi, aðeins um hálfa sjómílu frá landi. Um 15 mínútum eftir…Lesa meira

true

Vilja að mörkuð verði stefna og samtalið tekið

Rætt við rekstraraðila og eigendur húsnæðis við Brákarbraut 20 í Borgarnesi Fjölmennur kynningarfundur var haldinn í Hjálmakletti í Borgarnesi 6. júní á síðasta ári en þá voru kynntar hugmyndir Festis um nýtt rammaskipulag fyrir Brákarey í Borgarnesi. Hugmyndir um hótelbyggingu ásamt íbúðum og þjónustu voru kynntar og ljóst af þeim tillögum að flestar þær byggingar…Lesa meira

true

458 stunda nám í Fjölbrautaskóla Vesturlands

Áfangastjóri Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi heldur utan um margvíslega tölfræði varðandi skólann. Þegar rúmar þrjár vikur eru liðnar af önninni er fjöldi nemenda við skólann alls 458 og skiptist þannig: Í dagskóla er 371 nemandi, í dreifnámi í húsasmíði eru 38 nemendur, 34 nemendur eru í dreifnámi í meistaraskóla og 15 nemendur í dreifnámi á…Lesa meira