Fréttir
Fulltrúar hlutaðeigandi ráðuneyta og SSV skrifuðu undir. F.v. Eyjólfur Ármannsson, Guðveig Lind Eyglóardóttir, Jóhann Páll Jóhannsson og Logi Einarsson. Ljósm. ssv

Ný sóknaráætlun tekur nú gildi

Í dag var ritað undir samninga um sóknaráætlanir landshluta milli ríkisins og samtaka sveitarfélaga við athöfn í Norræna húsinu. Sóknaráætlanasamningar voru gerðir við átta landshlutasamtök sveitarfélaga. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna undirrituðu samningana í Norræna húsinu. Það er samdóma álit þeirra sem koma að sóknaráætlunum að þær hafi sannað gildi sitt fyrir byggðir landsins en verkefnið byggir á tólf ára sögu.