Fréttir
Tölvugerð mynd af fyrirhuguðum framkvæmdum. Í verkinu felst einnig gerð afleggjara að Dynjandisfossi sem sést til hægri á myndinni. Teikning: Vegagerðin

Borgarverk átti lægsta boð í vegagerð um Dynjandisheiði

Í gær voru hjá Vegagerðinni opnuð tilboð í nýbyggingu þriðja áfanga Vestfjarðavegar á um 8 kílómetra kafla á Dynjandisvegi, auk keðjunarplans og áningarstaðar. Vegurinn verður að mestu leyti gerður í nýju vegstæði, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þrjú tilboð bárust; frá Ístaki, Suðurverki og Borgarverki. Borgarverk átti lægsta tilboðið, bauð um 1.482 milljónir króna og er það tæplega 16% undir áætluðum verktakakostnaði sem er 1.762 milljónir. Tilboð Ístaks var 27,9% yfir áætluðum kostnaði og tilboð Suðurverks 3,3% yfir.

Borgarverk átti lægsta boð í vegagerð um Dynjandisheiði - Skessuhorn