
Frá Stykkishólmi. Ljósm. gj
Málin rædd á fundi skipulagsnefndar
Á fundi skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Stykkishólms mánudaginn 20. janúar sl. var lögð fram skýrsla starfshóps um málefni 60 ára og eldri þar sem hugmyndir um uppbyggingu fyrir eldra fólk og framtíðarsýn á svæði Tónlistarskóla Stykkishólms voru kynntar. Hugmyndir um framtíðarsýn svæðisins og næstu skref voru teknar til umræðu í skipulagsnefnd og óskaði hún eftir heimild bæjarráðs til þess að skoða málið áfram með skipulagsfulltrúa.