
Rúta útaf á Kjalarnesi
Bálhvasst er nú orðið á helstu stofnleiðum, svo sem á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Nú fyrir skömmu stýrði lögregla umferð framhjá hópferðabíl sem lent hafði utan vegar á Kjalarnesi í austan roki. Við Hafnarfjall er nú vaxandi vindur sem fer í 44 metra á sekúndu í hviðum. Þar er því ekkert ferðaveður eins og sakir standa. Á Kjalarnesi er heldur hægari vindur. Útnesvegur á Snæfellsnesi er lokaður sem og Fróðárheiði. Víða er hált og skafrenningur og er fólk hvatt til að fylgjast vel með veðri og umferð á umferdin.is