Fréttir

true

Áslaug Arna á ferð um landið í aðdraganda formannskosningar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokks og fv. ráðherra háskólamála er nú á ferð um landið og hefur skipulagt fjölda funda með flokksfólki. Hún var í Reykjanesbæ í gær en í hádeginu í dag mætti hún á súpufund á Stillholti 23 á Akranesi. Á fjórða tug gesta hlýddi á erindi hennar og í kjölfarið svaraði hún…Lesa meira

true

Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar samþykkt

Gatnagerð hefst í nýju hverfi á þessu ári og nýr þriggja deilda leikskóli á teikniborðinu Á sveitarstjórnarfundi Hvalfjarðarsveitar 22. janúar síðastliðinn var samþykkt húsnæðisáætlun fyrir árið 2025. Ýmsar gagnlegar upplýsingar koma fram í áætluninni sem skoða má á vefsíðu sveitarfélagsins, meðal annars um þróun mannfjölda þ.e. fjölgun íbúa á spátímabilinu fram til ársins 2034. Í…Lesa meira

true

Dregið í forkeppni Mjólkurbikars karla og kvenna

Á dögunum var dregið í forkeppni Mjólkurbikars karla og kvenna í knattspyrnu. Vesturlandsliðin Kári, Víkingur Ó. og Skallagrímur voru í pottinum karla megin og lið ÍA kvenna megin. Í fyrstu umferðinni sem verður í lok mars tekur Kári á móti liði KFS sem leikur í fjórðu deild næsta sumar en Kári í 2. deild. Sigri…Lesa meira

true

Innheimta skrefagjald vegna sorphirðu

Frá áramótum verður innheimt svokallað skrefagjald í Grundarfjarðarbæ vegna sorphirðu ef sækja þarf tunnur lengra en 15 metra frá lóðamörkum. Í gjaldskrá Grundarfjarðarbæjar um meðhöndlun úrgangs er kveðið á um að bænum sé heimilt að innheimta skrefagjald ef sorpílát er lengra en 15 metrum frá lóðamörkum. Þessi gjaldskrá tók gildi um áramótin 2024 en gjaldið…Lesa meira

true

Klæðning losnaði af þaki grunnskólans

Í rokinu um miðjan dag í gær losnaði klæðning af þaki Grunnskólans í Borgarnesi. Starfsmenn PJ bygginga og Steypustöðvarinnar mættu fljótt með tæki og búnað til að festa áður en frekara tjón varð.Lesa meira

true

Skólahaldi aflýst í Snæfellsbæ í dag

Vegna slæmrar veðurspár var ákveðið að aflýsa skólahaldi í Grunnskóla Snæfellsbæjar í dag. „Veður á að versna og færð að spillast þegar líða tekur á morguninn. Á ellefta tímanum gera veðurspár ráð fyrir að það verði skollið á óveður á norðanverðu Nesinu, af þeim sökum aflýsum við skóla í dag,“ segir Hilmar Már Arason skólstjóri.Lesa meira

true

Frestun á áætluðum verklokum við skólabyggingu

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í gær var farið yfir stöðu á framkvæmdum við endurbyggingu á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Fram kemur í fundargerð að verktaki hefur farið þess á leit við Borgarbyggð að frestun verði á áætluðum verklokum við endurbyggingu hluta húsnæðis skólans. Unnið er í samstarfi við verktaka og skólastjórnendur að því að…Lesa meira

true

Kovid er mjög stór þáttur í þessari ákvörðun

Rætt við veitingamanninn Arnþór Pálsson um veitingastaðinn Skúrinn í Stykkishólmi sem nú nú kominn á sölu Árið 2015 mættu Dunkin Donuts til landsins, kjúklingurinn kláraðist um tíma á KFC og kjötið kláraðist einnig um tíma á veitingastaðnum Metro. Þetta sama ár var opnaður nýr veitingastaður í Stykkishólmi, á gatnamótum Aðalgötu og Þvervegs, í fyrrum húsakynnum…Lesa meira

true

Asahláka og hvassviðri

Veðurstofa Íslands bendir enn og aftur á gular og appelsínugular viðvaranir sem gefnar hafa verið út fyrir mestan hluta landsins í dag og morgun. „Mikil úrkoma og hláka geta valdið vatnavöxtum, krapaflóðum og skriðuhættu, sérstaklega á Suður – og Suðausturlandi og Austfjörðum. Búist er við órólegu veðri um helgina, með hvassviðri og talsverðri úrkomu. Vatnavextir…Lesa meira

true

Gullhólmi með metafla úr einni veiðiferð

Línubáturinn Gullhólmi SH landaði í Rifi í gær metafla, eða 33 tonnum. Aflinn fékkst í aðeins eina lögn. Þetta er mesti afli sem báturinn hefur komið með að landi úr einni veiðiferð. Emil Freyr Emilsson skipstjóri á línubátnum Lilju SH segir að undanfarið hefur verið algjör veisla á miðunum. Sagði hann að þeir á Lilju…Lesa meira