Fréttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ræðir við Sjálfstæðisfólk á Akranesi í dag.

Áslaug Arna á ferð um landið í aðdraganda formannskosningar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokks og fv. ráðherra háskólamála er nú á ferð um landið og hefur skipulagt fjölda funda með flokksfólki. Hún var í Reykjanesbæ í gær en í hádeginu í dag mætti hún á súpufund á Stillholti 23 á Akranesi. Á fjórða tug gesta hlýddi á erindi hennar og í kjölfarið svaraði hún spurningum úr sal. Sjálf segist hún boða nýja tíma í Sjálfstæðisflokknum og margt sem hún mun færa til betri vegar í starfi flokksins, jafnt í stefnu og áherslum, njóti hún brautargengis.

Áslaug Arna á ferð um landið í aðdraganda formannskosningar - Skessuhorn