
Vindur og úrkoma kl. 22:00 annað kvöld (31.01.2024)
Asahláka og hvassviðri
Veðurstofa Íslands bendir enn og aftur á gular og appelsínugular viðvaranir sem gefnar hafa verið út fyrir mestan hluta landsins í dag og morgun. „Mikil úrkoma og hláka geta valdið vatnavöxtum, krapaflóðum og skriðuhættu, sérstaklega á Suður – og Suðausturlandi og Austfjörðum. Búist er við órólegu veðri um helgina, með hvassviðri og talsverðri úrkomu. Vatnavextir fylgja og því mikilvægt að hreinsa niðurföll og fráveituskurði. Aðstæður á vegum geta verið erfiðar og eru ökumenn hvattir til að aka varlega.