
Innheimta skrefagjald vegna sorphirðu
Frá áramótum verður innheimt svokallað skrefagjald í Grundarfjarðarbæ vegna sorphirðu ef sækja þarf tunnur lengra en 15 metra frá lóðamörkum. Í gjaldskrá Grundarfjarðarbæjar um meðhöndlun úrgangs er kveðið á um að bænum sé heimilt að innheimta skrefagjald ef sorpílát er lengra en 15 metrum frá lóðamörkum. Þessi gjaldskrá tók gildi um áramótin 2024 en gjaldið var þó ekki lagt á í fyrra.