Fréttir
Frá framkvæmdasvæðinu á Kleppjárnsreykjum. Ljósm. OJ

Frestun á áætluðum verklokum við skólabyggingu

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í gær var farið yfir stöðu á framkvæmdum við endurbyggingu á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Fram kemur í fundargerð að verktaki hefur farið þess á leit við Borgarbyggð að frestun verði á áætluðum verklokum við endurbyggingu hluta húsnæðis skólans. Unnið er í samstarfi við verktaka og skólastjórnendur að því að hluti byggingarinnar verði þó tekinn í notkun á tilsettum tíma fyrir skólasetningu haustið 2025. Ástæða seinkunar er að hluta til rakin til tafa á hönnun. Í lok febrúar er áætlað að uppfærð verkáætlun verði lögð fram.

Frestun á áætluðum verklokum við skólabyggingu - Skessuhorn