
Veðurmynd úr Grundarfirði nú rétt í þessu. Ljósm. tfk
Staðbundið foktjón talið líklegt á Snæfellsnesi – appelsínugul viðvörun
Vegna hvassviðris og ofankomu er gul viðvörun í gildi um allt vestanvert landið í dag og til miðnættis í kvöld. Á morgun tekur ný viðvörun gildi, en búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir Breiðafjarðarsvæðið frá því klukkan 13 á morgun og til miðnættis. Eftir það heldur áfram gul viðvörun á laugardag og sunnudag.
Spáin fyrir Breiðafjarðarsvæðið á morgun: Suðaustan 18-25 m/s með vindhviðum að 40-45 m/s á Snæfellsnesi. Staðbundið foktjón er talið líklegt. Hættulegt ökutækjum, sem taka á sig vind. Rigning á spásvæðinu, en talsverð rigning á Snæfellsnesi.
