
Lítil rúta valt á hliðina út af Snæfellsnesvegi skammt frá afleggjaranum að Hítardal á Mýrum undir kvöld í gær. Vegurinn var lokaður um tíma meðan slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar voru að störfum á vettvangi. Engan sakaði og komust allir sem í bílnum voru út úr honum af sjálfsdáðum. Talsverð hálka var þegar óhappið varð.Lesa meira








