
Fimm af sjö nemendum sem útskrifuðust ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Ljósm. sá
Brautskráning frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði útskrifaði sjö nemendur við hátíðlega athöfn 20. desember síðastliðinn. Það voru þau Anna María Ingveldur Larsen, Arna Sigrún Kjartansdóttir, Hanna María Guðnadóttir og Kristín Alma Rúnarsdóttir sem útskrifuðust af félags- og hugvísindabraut; Hermann Oddsson útskrifaðist af náttúru- og raunvísindabraut og reydís Aðalbjörnsdóttir og Victor Friðriksson útskrifuðust af opinni braut.