
Ljósum prýddur Þór í Akraneshöfn
Það var kyrrlátt við Akraneshöfn í birtingu í morgun. Kannski var þetta lognið á undan storminum, í ljósi lægðar sem ganga mun yfir landið í nótt og fyrramálið. Auk báta og skipa í höfninni er varðskipið Þór nú bundinn við Sementsbryggjuna, ljósum prýddur.