
Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Ljósm. Blik studio
Fjölbrautaskóli Vesturlands brautskráði 57 nemendur
Síðastliðinn föstudag voru 57 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Verðlaun fyrir bestan námsárangur hlaut Ellert Kári Samúelsson. Stór hluti útskriftarnemanna hefur lokið dreifnámi í húsasmíði eða 19 af þessum hópi. Samtals 26 hafa lokið burtfararprófi í húsasmíði, þrír nemendur eru að ljúka bæði burtfararprófi í húsasmíði og viðbótarnámi til stúdentsprófs, einn nemandi lýkur burtfararprófi úr rafvirkjun, tveir af sjúkraliðabraut, einn lýkur burtfararprófi úr vélvirkjun og alls hafa 24 nemendur lokið stúdentsprófi.