
Vetur í Stykkishólmi. Ljósm. úr safni
Varasamt veður í nótt og fyrramálið
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt vestanvert landið frá því um miðja nótt og þar til í fyrramálið. Á spásvæðunum Faxaflóa og Breiðafirði verður suðaustan 15-23 m/s með vindhviðum að 35-40 m/s við fjöll. Varasamt veður til ferðalaga.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir: „Gengur í suðaustan storm í nótt með snjókomu og hlýnar svo með rigningu, snýst svo í hægari suðvestanátt með skúrum í fyrramálið. Vegir víða mjög hálir á meðan snjó og klaka leysir. Blint í éljum á fjallvegum á vestur helmingi landsins seinni partinn á morgun og hvöss suðvestanátt með hviðum um 35 m/s í við fjöll um norðvestanvert landið annað kvöld.“