Fréttir

true

Jólablað Skessuhorns nú víða uppselt á lausasölustöðum

Jólablað Skessuhorns er nú víða uppselt á lausasölustöðum. Hægt er að fá blað póstsent með að senda skilaboð á ritstjórn á: skessuhorn@skessuhorn.is eða hringja á skrifstofutíma í síma 433-5500. Besta leiðin til að nálgast blaðið er hins vegar með að kaupa Stafrænt vikublað á vefslóðinni skessuhorn.is/askrift , velja þar PDF og fylgja leiðbeiningunum. Með þeirri…Lesa meira

true

Lífið um borð í Hring SH 153 – myndasyrpa

Fimmtudagskvöldið 24. október í haust voru landfestar leystar hjá Hring SH 153 er skipið hélt til veiða. Stefán Viðar Ólafsson var skipstjóri í þessum túr. „Áhöfnin mætir svona 30 mínútum fyrir brottför, tökum kostinn um borð, veiðarfæri og annað tilfallandi,“ segir Stefán í stuttu spjalli við fréttaritara Skessuhorns. Um leið og búið er að leysa…Lesa meira

true

Áfram éljagangur og vetrarfærð á fjallvegum

Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú rétt í þessu kemur fram að hlýtt verður á láglendi syðra í dag og svo einnig norðantil í kvöld, og mjög hált á köflum á blautum snjó og klaka. “Blint í snjókomu eða éljum og vetrarfærð á fjallvegum, t.d. Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Áfram ákveðin suðvestanátt og kólnar aftur á morgun…Lesa meira

true

Útköll vegna óveðurs um jólahátíðina

Veðrið hafði áhrif á ferðir fjölda fólks yfir jólahátíðina, allt frá kvöldi aðfangadags og fram á aðfararnótt annars í jólum. Suðvestan hvassviðri var og blint í éljum sem fylgdu lægð sem gekk yfir. Björgunarsveitir voru kallaðar til aðstoðar í nokkrum tilfellum. Meðal annars kom björgunarsveitin Heimamenn fólki til aðstoðar á Klettshálsi á aðfangadagskvöld og björgunarsveitin…Lesa meira

true

Áfram hvasst en veður gengur heldur niður upp úr miðjum degi

Suðvestan stormur með dimmum éljum heldur áfram á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Appelsínugul viðvörun gildir fram á miðjan dag á spásvæðunum Faxaflóa og Breiðafirði, en síðan tekur við gul viðvörun allt þar til í nótt. Áfram verður blint í éljum og skafrenningur með erfiðum akstursskilyrðum, þá einkum á fjallvegum, t.d. Hellisheiði, Holtavörðuheiði og…Lesa meira

true

Gleðileg jól!

Starfsfólk Skessuhorns sendir áskrifendum, öðrum lesendum og viðskiptavinum nær og fjær óskir um gleðilega jólahátíð. Meðfylgjandi mynd er úr safni Skessuhorns frá uppfærslu á leikverkinu Hinum guðdómlega helgileik sem sýndur var í Borgarnesi fyrir 15 árum. Þarna eru hirðingjarnir þrír ásamt Maríu, Jósef og Jesúbarninu.Lesa meira

true

Hildur SH komin til heimahafnar í Rifi

Nýr bátur Hraðfrystihúss Hellissands; Hildur SH 777, kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Rifi í gær, en báturinn hafði verið í Hafnarfirði í nokkra daga vegna lagfæringa. Margir gestir mættu til þess að fagna nýju skipi og skoða það. Mun báturinn fara á dragnótarveiðar eftir áramót.Lesa meira

true

Slæmt ferðaveður frá klukkan 20 á aðfangadagskvöld

Fyrripartinn í dag snýst í suðvestan 10-18 m/s með skúrum, fyrst á suðvesturhorninu. Hiti verður á bilinu 2 til 7 stig. Hvessir síðdegis, suðvestan 13-23 m/sek undir kvöld, hvassast á Norðurlandi og Vestfjörðum. Slydduél eða él á vesturhelmingi landsins og kólnandi veður. Á morgun, aðfangadag, verður í fyrstu sunnan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma,…Lesa meira

true

Ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála að nýju

Eyjólfur Ármannsson, annar af tveimur þingmönnum Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, tók í gær við lyklavöldunum af Sigurði Inga Jóhannssyni í innviðaráðuneytingu, en ráðuneytið fær frá og með 1. mars að nýju nafnið samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. „Það er tilhlökkunarefni að hefjast handa við fjölmörg mikilvæg verkefni í ráðuneytinu og kynnast starfsfólki hér. Ég færi fráfarandi ráðherra…Lesa meira

true

Bókagjöf til Grunnskóla Snæfellsbæjar

Í liðinni viku færði Sjómannadagsráð Ólafsvíkur Grunnskóla Snæfellsbæjar að gjöf fimm bækur af innbundnum sjómannadagsblöðum. Blöðin eru alls 32 í fallegu bandi. Fyrstu tvö blöðin hétu Sjómannadagurinn í Ólafsvík og eru frá 1987 og 1991 en frá árinu 1995 til 2024 hefur blaðið heitið Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar. Blöðin hafa að geyma margvíslegan fróðleik um sjómennsku og…Lesa meira