
Hringur SH 153 leggst að bryggju í Grundarfirði þriðjudaginn 29. október. Texti og myndir: tfk
Lífið um borð í Hring SH 153 – myndasyrpa
Fimmtudagskvöldið 24. október í haust voru landfestar leystar hjá Hring SH 153 er skipið hélt til veiða. Stefán Viðar Ólafsson var skipstjóri í þessum túr. „Áhöfnin mætir svona 30 mínútum fyrir brottför, tökum kostinn um borð, veiðarfæri og annað tilfallandi,“ segir Stefán í stuttu spjalli við fréttaritara Skessuhorns. Um leið og búið er að leysa landfestar er frágangur á spottum og veiðarfærin gerður klár. „Þeir sem eru á vakt taka til við vinnu en aðrir fara í koju,“ segir Stebbi en yfirleitt er þetta um það bil klukkustundar vinna í byrjun hvers túrs.