Fréttir
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar bækurnar voru afhentar skólanum. Þarna má sjá Pétur Steinar Jóhannsson og Hilmar Má Arason, en fjær eru þau Sigrún Þórðardóttir, Illugi Jónasson og Jens Brynjólfsson ásamt nemendum 6. bekkjar. Ljósm. Guðrún Anna Oddsdóttir.

Bókagjöf til Grunnskóla Snæfellsbæjar

Í liðinni viku færði Sjómannadagsráð Ólafsvíkur Grunnskóla Snæfellsbæjar að gjöf fimm bækur af innbundnum sjómannadagsblöðum. Blöðin eru alls 32 í fallegu bandi. Fyrstu tvö blöðin hétu Sjómannadagurinn í Ólafsvík og eru frá 1987 og 1991 en frá árinu 1995 til 2024 hefur blaðið heitið Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar. Blöðin hafa að geyma margvíslegan fróðleik um sjómennsku og fiskvinnslu í Snæfellsbæ auk fjölda greina og mynda um menn og málefni.

Bókagjöf til Grunnskóla Snæfellsbæjar - Skessuhorn