Fréttir

true

Engan sakaði þegar bíll lenti á hliðinni

Lítil rúta valt á hliðina út af Snæfellsnesvegi skammt frá afleggjaranum að Hítardal á Mýrum undir kvöld í gær. Vegurinn var lokaður um tíma meðan slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar voru að störfum á vettvangi. Engan sakaði og komust allir sem í bílnum voru út úr honum af sjálfsdáðum. Talsverð hálka var þegar óhappið varð.Lesa meira

true

Óskum gæludýrum gleðilegra jóla!

Góð rútína, réttur matur og jafnvægi milli hreyfingar og hvíldar gerir jólahátíðina gleðilega, bæði fyrir dýr og menn Jólahátíðin er tími gleði og samveru, en fyrir gæludýrin okkar getur þessi tími verið áskorun. Hefðbundið lífsmunstur breytist oft mikið, meira er um heimsóknir og matarræði mikið breytt, sem getur valdið meiri vandamálum en gleði fyrir ferfætlingana…Lesa meira

true

Ljósum prýddur Þór í Akraneshöfn

Það var kyrrlátt við Akraneshöfn í birtingu í morgun. Kannski var þetta lognið á undan storminum, í ljósi lægðar sem ganga mun yfir landið í nótt og fyrramálið. Auk báta og skipa í höfninni er varðskipið Þór nú bundinn við Sementsbryggjuna, ljósum prýddur.Lesa meira

true

Varasamt veður í nótt og fyrramálið

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt vestanvert landið frá því um miðja nótt og þar til í fyrramálið. Á spásvæðunum Faxaflóa og Breiðafirði verður suðaustan 15-23 m/s með vindhviðum að 35-40 m/s við fjöll. Varasamt veður til ferðalaga. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir: „Gengur í suðaustan storm í nótt með snjókomu og hlýnar…Lesa meira

true

Ný ríkisstjórn tekin við

Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær, laugardaginn 21. desember. Í ljósi dagsins verður að telja líklegt að hún fái nafnið Sólstöðustjórnin. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar er forsætisráðherra Íslands. Hún er yngsti forsætisráðherra Íslandssögunnar og yngsti starfandi forsætisráðherra í heiminum. Ríkisstjórnin kynnti stefnuskrá sína á…Lesa meira

true

Fjölbrautaskóli Vesturlands brautskráði 57 nemendur

Síðastliðinn föstudag voru 57 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Verðlaun fyrir bestan námsárangur hlaut Ellert Kári Samúelsson. Stór hluti útskriftarnemanna hefur lokið dreifnámi í húsasmíði eða 19 af þessum hópi. Samtals 26 hafa lokið burtfararprófi í húsasmíði, þrír nemendur eru að ljúka bæði burtfararprófi í húsasmíði og viðbótarnámi til stúdentsprófs, einn nemandi lýkur…Lesa meira

true

Brautskráning frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði útskrifaði sjö nemendur við hátíðlega athöfn 20. desember síðastliðinn. Það voru þau Anna María Ingveldur Larsen, Arna Sigrún Kjartansdóttir, Hanna María Guðnadóttir og Kristín Alma Rúnarsdóttir sem útskrifuðust af félags- og hugvísindabraut; Hermann Oddsson útskrifaðist af náttúru- og raunvísindabraut og  reydís Aðalbjörnsdóttir og Victor Friðriksson útskrifuðust af opinni braut. Fram kom…Lesa meira

true

Tíkallarnir því við áttum ekki yfir tíu krónum

Rætt við núverandi og fyrrverandi eigendur Kveldúlfsgötu 10-16a um byggingarferlið, sögurnar, jólaskreytingar og atvikin við byggingu á svokölluðum Tíkalla húsum í Borgarnesi Þegar jólin nálgast hefur það verið vani heimamanna að rúnta eða ganga inn Kveldúlfsgötuna í Borgarnesi. Ákveðin húsalengja hefur í gegnum árin verið mikið skreytt og ýtt verulega á jólaandann á hverju ári.…Lesa meira

true

Frelsistilfinningin er rík í mér

Rætt við Gunnar Gunnarsson teiknara og fyrrverandi kennara í Stykkishólmi Hólmarar þekkja Gunnar Gunnarsson vel, enda kenndi hann við grunnskólann í 34 ár. Myndir og teikningar hans af húsunum í Stykkshólmi, auk portrettmálverka af fjölmörgum íbúum, hanga uppi á mörgum heimilum í Hólminum. Gunnar er nú sestur í helgan stein, fluttur á Akureyri og synir…Lesa meira

true

Er sama um álit annarra

Rætt við Rut Rúnarsdóttur í Grundarfirði um það að finna sína hillu í lífinu, bróðurmissinn og jákvætt hugarfar Rut er fædd í Grundarfirði og ólst þar upp. Hún fór í framhaldsskóla á Akranesi, en fann sig ekki þar. Hún segist vera feimin að upplagi og hafa gengið með veggjum, en það breyttist þegar hún flutti…Lesa meira