
Áfram éljagangur og vetrarfærð á fjallvegum
Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú rétt í þessu kemur fram að hlýtt verður á láglendi syðra í dag og svo einnig norðantil í kvöld, og mjög hált á köflum á blautum snjó og klaka. "Blint í snjókomu eða éljum og vetrarfærð á fjallvegum, t.d. Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Áfram ákveðin suðvestanátt og kólnar aftur á morgun með éljum á láglendi, og víða vetrarfærð."