
Vetrarfærð. Ljósm. úr safni Skessuhorns
Slæmt ferðaveður frá klukkan 20 á aðfangadagskvöld
Fyrripartinn í dag snýst í suðvestan 10-18 m/s með skúrum, fyrst á suðvesturhorninu. Hiti verður á bilinu 2 til 7 stig. Hvessir síðdegis, suðvestan 13-23 m/sek undir kvöld, hvassast á Norðurlandi og Vestfjörðum. Slydduél eða él á vesturhelmingi landsins og kólnandi veður.
Á morgun, aðfangadag, verður í fyrstu sunnan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma, en þurrt á norðaustanverðu landinu og hiti kringum frostmark. Hvessir síðdegis á aðfangadag og tekur gul viðvörun tekur gildi á vesturhelmingi landsins um klukkan 20 á aðfangadagskvöld. Þá gengur í suðvestan 15-23 m/s og verður lítið skyggni í dimmum éljum og því varasamt ferðaveður. Þetta á við um spásvæðið Faxaflóa og Breiðafjörð og er viðvörun í gildi til hádegis á Jóladag.