Fréttir

true

Samkaup og Heimkaup sameinast

Undanfarna mánuði hafa Samkaup hf. og Skel fjárfestingarfélag hf. átt í viðræðum um samruna Samkaupa og tiltekinna dótturfélaga Skel. Þeim viðræðum var slitið í lok október. Í kjölfarið voru skoðuð tækifæri með sameiningu Samkaupa og Heimkaupa og hafa aðilar átt í viðræðum með aðstoð sérfræðiráðgjafar og í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Í tilkynningu kemur fram…Lesa meira

true

Lýsa upp Borgarfjarðarbrúna

Í gær var unnið við að setja jólaseríu á handrið Borgarfjarðarbrúarinnar. Þetta var fyrst gert í fyrra og þykir lýsingin setja einkar fallegan blæ á aðkomuna að Borgarnesi.Lesa meira

true

Útskrift úr Færniþjálfun á vinnumarkaði

Síðustu þrjá mánuði hefur staðið yfir metnaðarfullt tilraunaverkefni á vegum Vinnumálastofnunar, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Fjölmenntar. Verkefnið heitir Færni á vinnumarkaði og er markmið þess er að efla hæfni fatlaðs fólks til aukinnar atvinnuþátttöku og er samstarfsverkefni fyrrgreindra aðila um að byggja brýr á milli kerfa og út á vinnumarkaðinn. Um var að ræða 180 klst…Lesa meira

true

Snjóar síðdegis og varað við hálku

Vegagerðin bendir á að í dag ganga skil yfir frá vestri til austurs, með austlægri átt og snjókomu og síðar rigningu á sunnanverðu landinu, og því sumsstaðar flughált þar sem rignir á frosna vegi. Blint á köflum í snjókomu á Hellisheiði, þá einkum á milli klukkan 17 og 20.Lesa meira

true

Á sjó í yfir 50 ár og gengur sáttur frá borði

Skipstjórinn Eiríkur Jónsson hefur verið til sjós frá 15 ára aldri en kom nýlega í land eftir 52 ára feril við sjómennsku. Hann hefur ekki hugmynd um hvaðan það kom að fara á sjó en hann segist ekki sjá eftir neinu og er sáttur við að hafa tekið þessa ákvörðun á sínum tíma. Blaðamaður Skessuhorns…Lesa meira

true

Góður árangur í arnarvarpi á árinu

Afkoma hafarna á þessu ári var með svipuðu móti og árið á undan. Af 68 pörum sem urpu á þessu ári komu 43 pör upp ungum, eða rétt tæplega tvö af hverjum þremur pörum. Þetta kemur fram á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Á þessu ári urpu að minnsta kosti 68 arnarpör og 43 þeirra komu upp…Lesa meira

true

Hefur mjög gaman af því að hjálpa fólki

Rætt við Ísabellu Unu Halldórsdóttur um sjúkraflutninga, ferðalög og starfið í björgunarsveit Ísabella tekur á móti blaðamanni Skessuhorns á heimili sínu í Ólafsvík. Þar starfar hún sem stuðningsfulltrúi í grunnskólanum, auk þess að vera sjúkraflutningamaður. Starfsvettvangurinn er enginn tilviljun, frá því að hún var unglingur hefur hún gefið af sér við að aðstoða annað fólk…Lesa meira

true

Leiðbeiningar um rafmagn í forvarnarskyni

Samtök rafverktaka, Samtök iðnaðarins og Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa gefið út leiðbeiningar í forvarnarskyni fyrir almenning um það sem gott er að vita varðandi rafmagn og brunavarnir. Á aðventunni er algengt að fjöltengi séu dregin fram til að tengja öll jólaljósin sem við viljum hafa í kringum okkur. Mikilvægt er að ganga úr skugga…Lesa meira

true

Ég er svona athyglisprestur

Rætt við séra Snævar Jón Andrjesson, prest í Dalaprestakalli, um sorgina, trúna og athyglisbrestinn Séra Snævar Jón Andrjesson var skipaður prestur í Dalaprestakalli árið 2021 og flutti í Búðardal ásamt eiginkonu sinni, Sólrúnu Ýr Guðbjartsdóttur, og börnunum Þóreyju Eddu Sólrúnardóttur Marx, Arnfríði Maríu Snævarsdóttu og Ölbu Ingibjörgu Snævarsdóttur. Fljótlega bættist við fjölskylduna og Snævar kennir…Lesa meira

true

Ég er þá bara hundakonan

Rætt við Sigrúnu Baldursdóttur um hunda, þörfina til að gefa af sér og upplifun á heilbrigðiskerfinu í kjölfar veikinda eiginmannsins Sigrún Baldursdóttir á Akranesi hefur getið sér gott orð sem hundaþjálfari og býður upp á námskeið fyrir hunda og eigendur. Sigrún hefur gengið í gegnum erfiða lífsreynslu ásamt manninum sínum síðasta rúma áratuginn, en tekur…Lesa meira